Ríki múslima herða reglur gegn fjölmiðlum á hverju ári. Fremst fara þar í flokki vinaríki Bandaríkjanna, einkum Egyptaland, Sádi-Arabía, Jórdanía og héraðið Kúrdistan í Írak. Fleiri blaðamenn eru drepnir og morðingjarnir finnast aldrei. Ef blaðamenn segja satt orð, eru þeir dregnir fyrir rétt og látnir borga milljónir. Eins og raunar er líka gert á Íslandi. Bannlistar um, hvað blaðamenn megi ekki skrifa um, lengjast með hverju árinu á fundi, sem spunamálaráðherrar íslamskra ríkja halda um þessar mundir. Að þessu sinni beinist athyglin að Al Jazeera, sem nú fer varlegar að Sádi-Arabíu.