Evrópa skilur ekki prentfrelsi. Þungamiðjan í bandarísku stjórnarskránni lætur undan síga fyrir öðru frelsi í Evrópu, svo sem persónuvernd og pólitískum rétttrúnaði. Í Evrópu eru menn dæmdir fyrir rangar skoðanir í pólitík, t.d. sagnfræðingurinn David Irving. Margir menningarvitar í Evrópu gagnrýndu skrípamyndirnar í Jyllandsposten. Þeir sögðu, að betra væri að vera kurteis en að lasta skálkinn. Evrópa bannaði Yahoo að halda uppboð á minjagripum nazista. Evrópudómstóllinn hefur tekið afstöðu með persónuvernd gegn prentfrelsi. Var einhver að kenna Hitler um bókabrennur? Hann er hér.