Heimur lyganna

Fjölmiðlun

Við lifum í heimi, þar sem fátt er sem sýnist. Valdamenn hafa fólk og fjölmiðla að fífli, dreifa röngum fréttum, sem verða að viðurkenndum almannarómi. Alþjóðasamband ritstjóra komst að raun um, að Nató laug engu minna en Serbía um Kosovo, Nató laug linnulaust. Tony Blair og spunakarlinn Alastair Campbell í Bretlandi geta ekki stunið upp sönnu orði. Stjórnsýsla Bandaríkjanna er gegnsýrð lygi. Við munum eftir lyginni um gereyðingarvopn Íraks. Við höfum ítrekað orðið vör við lygar um sókn Írans til atómvopna. Kærur á hendur föngum í Guantanamo eru hluti af þessu einkennilega ástandi.