Blackberry fíklar sitja hoknir eins og í tilbeiðslu, reyna að ýta ekki á tvo örtakka í einu. Vilja fá póst á 8 sekúndna fresti. MySpace/YouTube fíklar eru við kaffivél nútímans. Þar hópast saman andfélagslegt fólk, sem vill ekki þvo sér. YouTube kemur í stað sýninga á fjölskyldumyndum í veski. Heimaspilafíklar eru út úr heiminum dag og nótt. Ferðaspilafíklar eru líka út úr heiminum, en stöðva biðraðir í leiðinni. IPodfíklar eru einir í heiminum með eyrnasnúrur, eins og Walkman kynslóðin. Fingraofvirkir nota lyklaborð til allra samskipta til að þurfa ekki að tala. Senda linnulaus skilaboð. Símskeytin eru komin aftur. Nú senda allir myndir í símskeytum.