Vilhjálmur og Kjartan fóru til Ólafs og sögðust vilja mynda meirihluta með honum. “Þú færð að vera borgarstjóri og ráða stefnuskránni”, sögðu þeir. Auðvitað féllst Ólafur á þetta, hvað átti hann að gera annað? Þetta er það lengsta, sem gengið hefur verið í að sniðganga málefni í pólitík á Íslandi. En er þetta ekki bara rétt hugsað? Sjálfstæðisflokkurinn vill vera við völd, ráða fólk og reka, vera á kafi í umsýslunni. Málefni hafa alltaf verið í öðru sæti, þótt þau hafi ekki horfið fyrr en núna. Er ekki brýnna að vera sólarmegin í lífinu, fremur en að hanga í þröngum kennisetningum?