Kennslubók í blaðamennsku

Fjölmiðlun

Skoðið hægri hlið þessarar vefsíðu. Þar er komin kennslubók í blaðamennsku. Það eru glósur rúmlega 220 fyrirlestra minna frá níu námskeiðum, sem flest voru haldin við símenntardeild Háskólans í Reykjavík. Rúmlega 90 blaðamenn í starfi voru á námskeiðunum, einu eða fleirum. Glósur með fyrirlestrunum voru sýndar á tjaldi af skyggnum. Þær fela í sér víðtæka kennslubók í blaðamennsku. Þetta er fyrsta kennslubókin í þessari grein og sennilega einnig fyrsta vefkennslubók á íslenzku. Það birtingarform gerir kleift að uppfæra kennslubókina eftir þörfum, svo að hún þarf ekki að úreldast.