Kannski að von, að blaðamenn skrifi illa, þegar fólk talar svona: “Ég dorgaði fyrir framan sjónvarpið allt kvöldið og lá svo andvana alla nóttina.” “Ég mála í pastalitunum, þeir höfða svo til mín.” “Ég var alveg að drepast í bringusvölunum.” “Ég stóð algerlega á fjöllum.” “Lumbraðu nokkuð á garni handa mér?” “Þetta er svo langbesta sultuterta sem ég hef aldrei nokkurn tíma smakkað.” “Hann kom eins og þjófur úr sauðaleggnum.” “Hann kom eins og þruma á nóttu.” “Hann kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti.” “Ég nagaði mig í handarkrikann”. Minnið leikur gamlar lummur grátt.