“Þær seljast eins og heitar lummur.” “Komast út í ferskt loft.” “Forðast eins og heitan eldinn.” “Leggja upp laupana”. “Velta við hverjum steini.” “Í annan stað.” Allt eru þetta dæmi um þreyttar klisjur. “Þau eru súr”, er að vísu gömul klisja, en segir langa dæmisögu í þremur orðum. Slíkar má nota í hófi. Ef það er leiðin framhjá annars löngum texta um, hvernig menn hafna því, sem þeir ná ekki til. Klisjur eru ekki alvondar. Hafðu ekki áhyggjur af örfáum. Ef þú ferð hins vegar að raða þeim upp á þráð, fölnar frásögnin. Með hverri viðbótarklisju margfaldast dapurleiki textans.