Klisjur eru snjáðir frasar, sem góðir höfundar reyna að forðast. George Orwell var hreintrúarmaður í stíl og sagði: “Notaðu aldrei myndlíkingu, samlíkingu eða orðtak, sem þú ert vanur að sjá á prenti.” Enginn getur alveg komist hjá miklum forða málshátta eða orðtaka. Þar vegur margt salt mitt á milli orðtaks og klisju. Að nokkru er smekksatriði, hvort menn telja frasa vera orðtak eða klisju. Það verður að velja og hafna. Munurinn felst í, að menn grípa sjálfvirkt til klisju til að spara hugsun. En nota orðtak að yfirlögðu ráði sem bestu leið til að koma ákveðinni hugsun á framfæri.