Hvað er til ráða?

Fjölmiðlun

Óvinir dagblaða eru Google og Yahoo og Wiki og það, sem á eftir þeim kemur. Safnið því upplýsingum um samfélagið, hellið þeim í gagnabanka. Setjið upp hraðar leitarvélar og verðið að bestu miðstöð upplýsinga um samfélag staðarins. Prófið mismunandi tekjupósta. Til dæmis viðskipti á vefnum, þröngvarp auglýsinga á vefnum, leitarvélar tengdar auglýsingum og þjónustu. Of lengi hafa dagblöð litið á sig sem fjölmiðla, sem safni fréttum og upplýsingum. En stafræni heimurinn krefst þess, að við skilgreinum dagblöð að nýju, ekki bara sem hefðbundna fjölmiðla, heldur sem tæknifyrirtæki.