New York Times rauf þögnina um meint framhjáhald forsetaframbjóðandans John McCain fyrir átta árum með almannatenglinum Vicki Iseman. Blaðið fetar þar með í fótspor fjölmiðla, sem gerðu hríð að Bill Clinton á sínum tíma fyrir framhjáhald með Monica Lewinsky. Framhjáhald getur verið brýnt fréttaefni, ef það er hluti alvarlegra frétta. Eitt dæmi er um slíkt hér á landi. Við þekkjum líka nokkur slík dæmi frá Bretlandi, t.d. Profumo-málið. En hvorki Lewinsky né Iseman tengjast neinu fréttnæmu. Mér finnst fjölmiðlar fara offari, þegar þeir fjalla um framhjáhald með þeim. Einnig New York Times.