Einnar nætur menn

Punktar

Sjómenn, skipstjórar og útvegsmenn heimta að fá að veiða loðnu. Hún er æti þorskins. Því meira, sem veitt er af loðnu, þeim mun minna veiðist af mun verðmætari afla. Þetta neita sjómenn, skipstjórar og útvegsmenn að sjá. Eins og venjulega vilja þeir bara moka upp hverju því kvikindi, sem sést hverju sinni. Þeir hafa spillt fiskimiðum með botnvörpu. Þeir hafa ofveitt hvern stofninn á fætur öðrum. Þeir rífast linnulaust við Hafró og rægja hana fyrir pólitíkusum. Sjómenn, skipstjórar og útvegsmenn eru alveg ófærir um að passa upp á fiskistofna við landið. Þetta eru einnar nætur menn.