Humarsúpa Sægreifans

Veitingar

Stundum kem ég við hjá Kjartani sægreifa í verbúðunum, þegar ég kem úr hrakningum á leiðinni ofan frá Kaldbak. Humarsúpan er jafnan fín og ódýr, enda orðin fræg víða um heim. Til viðbótar fæ ég mér fiskispjót, núna í vikunni með humri og hlýra. Kjartan er búin að stækka við sig, kominn með sal uppi á lofti og rúmar áttatíu manns. Kontóristar kerfisins eru að plaga hann, vilja að hann fari eftir reglum. Sægreifinn er hins vegar náttúruafl, sem ekki er hægt að umgangast með reglugerðum um brunavarnir. Hann á bara að hafa sjálfvirkt veitingaleyfi. Burtséð frá tilviljunum í innréttingum.