Fiskimatreiðsla á Tilverunni í Hafnarfirði er eins fín og hún hefur alltaf verið. Kom þar sunnudagskvöldi, fékk góða spergilsúpu og frábæran hlýra í rauðpiparsósu. Hann var að vísu afgreiddur með bakaðri kartöflu og stöðluðu grænmeti, sem hvorugt er spennandi. Þjónusta var rösk og glöð. Eini galli staðarins er verðið, sem er farið að rísa af fyrra botni. Fiskréttur að kvöldi kostar um 2.700 krónur, með súpu dagsins 3.500 krónur, og fer í 3.900 krónur með eftirrétti. Áður var Tilveran ódýrust af frambærilegum matstöðum höfuðborgarsvæðisins. Nú er hún komin á skrið upp í miðlung.