Caruso slær í gegn

Veitingar

Matarhúsið Caruso í Bankastræti hefur slegið í gegn. Á miðvikudagskvöldi var þar fullt út úr dyrum. Mér er sagt, að svona sé það orðið á hverju kvöldi. Það er afrek, því að flestir veitingastaðir eru hálftómir virka daga. Húsakynnin eru hálfgerðar rústir, sem sumum finnst líklega rómó. Þjónustan er orðin úrvalsgóð. Mestu máli skiptir þó, að maturinn er vel eldaður. Ég fékk pönnusteikta rauðsprettu, hæfilega eldaða, með hrauki af meðlæti, sem var í lagi. Hét sjávarfang dagsins á matseðlinum og kostaði bara 2.500 krónur. Ég vona, að það sé skýringin á nýrri velgengni Caruso.