Dýrkeyptir dagdraumar

Punktar

Fred Kaplan er þekktur dálkahöfundur vefritsins Slate. Hefur nú gefið út bókina “Daydream Believers” um þá, sem trúa dagdraumum. Það er nýja íhaldið í Bandaríkjunum, sem komst til valda með George W. Bush. Skjólstæðingar Dick Cheney og Donald Rumsfeld héldu, að Bandaríkin væru heimsveldið eina. Gæti hagað sér eins og því sýndist. Það reyndist vera tóm þvæla. Bandaríkin geta ekki unnið stríð og hafa allt niðrum sig í fjármálum. Verst er þó, að þau hafa glatað nánast öllum vinum erlendis. Dagdraumarnir eru dýrkeyptir.