Kristján S. Guðmundsson skipstjóri telur sig hafa vörn í meiðyrðamáli. Hann segist ætla að verja sig sjálfur með því, að hann hafi sagt sannleikann. Sú vörn er því miður orðin einskis virði vegna nýrrar dómvenju. Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn munu vinna málið gegn honum. Þeir munu fá bætur, sem eftirlaunamanni verður þungbært að greiða. Rétt eins og Gauki Úlfarssyni láglaunamanni verður erfitt að borga meira en milljón samtals vegna Ómars R. Valdimarssonar. Dómstólarnir svívirða ekki bara sannleikann, heldur dæma líka fólk til að greiða þungar bætur. Þannig er Ísland í dag.