Sífellt fjölgar í klúbbnum. Þar eru Jónína og Bubbi, Franklín Steiner og Ómar R. Valdimarsson, Björgólfur Guðmundsson og okurbankinn. Þetta eru þeir, sem hafa fengið eða munu fá hálfa eða heila milljón krónur í bætur fyrir illt umtal. Hvort sem umtalið er satt eða ekki. Slíkt skiptir dómstóla engu máli. Haldið þið, að ára þessa liðs komist í fyrra horf við ómerkingu héraðsdóms á orðbragði? Haldið þið, að sálin í þeim verði hvít? Haldið þið, að þeir öðlist aftur meinta fyrri virðingu samfélagsins við að neyða menn til að borga milljón? Nei, þetta verða áfram skrípakallar.