Um aldamótin skrifaði ég, að Pútín væri nýr Stalín. Það þótti gróft eins og sumt annað, sem ég hef skrifað. Sagt vera dónaskapur eins og þegar ég skrifaði, að Boris Jeltsín væri róni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þetta var áður en George W. Bush horfði í augu Vladimír Putín og sagði, að þar færi maður, sem hægt væri að treysta. Einræðisherranum var þá hossað af valdamönnum Vesturlanda. Sautján sinnum hef ég skrifað um Pútín á sjö árum og oftast líkt honum við Stalín. Smám saman hefur verið að koma í ljós, að ég hafði akkúrat rétt fyrir mér. Samanber nýja skýrslu Amnesty.