Það á að teljast til mannréttinda á Íslandi að þurfa ekki að borga nema 2% vexti ofan á verðbólgu. Og að verðbólgan sé ekki nema önnur 2%. Óstjórn ríkisins hindrar þessi mannréttindi. Þar á ofan heimtar villta hægrið, að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Í staðinn eiga að koma bankar, sem eru svo illa reknir, að þeir geta ekki fengið erlent lánsfé. Þeir verða að taka okurlán Seðlabanka og geta ekki notað slíkt fé til að lána húsbyggjendum. Okurvextir og verðbólga gera villta hægrinu ókleift að loka Íbúðalánasjóði. Meðan ríkisvaldinu og bönkunum og Seðlabankanum er svona illa stjórnað.