Morgunblaðið er dauðvona. Þjónar þeim 20%, sem hafa ofuráhuga á menningu og þeim 20%, sem hafa ofuráhuga á nýlátnu fólki. Vegna tvítalningar eru þetta samtals aðeins 30% þjóðarinnar. Nægir ekki í samfélagi, þar sem ungt fólk kaupir alls ekki fréttir. Enda minnkar sala Morgunblaðsins. Sumir kaupa það enn af gömlum vana. Ég fletti því, þótt ég finni fátt við mitt hæfi. Smám saman rofnar vaninn og nýtt fólk kemur ekki í staðinn. Nafn Morgunblaðsins getur að vísu lifað andlátið. Mundi gera það í nýjum titli 24 stunda, sem á lengri ævi fyrir höndum sem fríblað. En DV mun líklega lifa Morgunblaðið.