Lygasögur af látnum

Fjölmiðlun

Fátt er í Mogganum utan menning og lygasögur af nýlátnum. Þar er sérvitur pólitík, innanhéraðskróníka í Sjálfstæðisflokknum. Þar eru kjallaragreinar eftir hagsmunaaðila fyrirtækja, samtaka og stofnana. Þar er mikið slúður, en eingöngu erlent slúður, sem snertir okkur lítt. Þar er nítjándu aldar Velvakandi, sem talar um sig í þriðju persónu. Þar er sudoku fyrir konuna mína, sem borgar blaðið. Ég geri ráð fyrir, að vit sé í skrifum blaðsins um menningu og félagsfræði. En ég sé aldrei í því paragraff, sem snertir hug minn eða mín áhugamál. Er ekki enn kominn á aldur lesenda minningargreina.