Kísilgúrvinnslan skammlífa við Mývatn er gott dæmi um skammsýnan æsing í orkumálum. Verksmiðja var sett upp af offorsi gegn ráðum þess góða fólks, sem stundum er kallað umhverfis-terroristar. Kísilgúrvinnslan drap fræga silungsveiði í vatninu. Nú hefur vísindamönnum tekizt að finna samhengið. Frá því er sagt í nýjasta hefti Nature. Vinnslan myndaði djúpar holur í vatninu, sem soguðu í sig lífríkið. Af því hlauzt fæðuskortur, mýið nánast hvarf og fiskurinn hvarf. Reiknað er með, að silungurinn nái sér aldrei aftur. Sjálf er verksmiðjan steindauð, en afleiðingarnar eru endalausar.