Einkennilegar eru hugmyndir um notkun lífræns eldsneytis (biofuels) í stað olíu. Þær hafa þegar valdið verðhækkunum á matvælum, því að þær munu leiða til matvælaskorts um allan heim. Skynsamlegra er að nota lífræn efni til matar fremur en eldsneytis. Fyrir áróður fyrirtækja í bransanum var stefna lífræns eldsneytis tekin upp í fyrra í nokkrum ríkjum. Á þessu ári munu þau öll hætta við hugmyndina. Því að skaðinn af henni er þegar að koma í ljós. Við þurfum að varast hugmyndir um billegar lausnir af þessu tagi, svo sem kolefnisjöfnun og umhverfisvæna stóriðju. Allar eru þær tálsýnir.