Eliot Spitzer varð ríkisstjóri New York út á siðgæðis- og trúarofstæki. Greiddi síðan hórum sex milljónir króna fyrir þjónustu. Munið þið eftir Mark Foley, Larry Craig, Chuck Robb og Newt Gingrich? Einmitt hræsnurum, sem vöfðu um sig biblíunni, fánanum og fjölskyldunni. Slíkir reynast síðan vera svo siðlausir, að þeir hrökklast frá völdum. Samhengi er þarna. Munið eftir brezkum hræsnurum, ráðherranum John Profumo og þingmanninum Stephen Milligan, sem hafði plastpoka á hausnum í rúminu hjá hórunni. Ef þið sjáið pólitíkus eða predikara veifa biblíu, fána eða fjölskyldu, passið ykkur.