Undir borði og teppi

Fjölmiðlun

Anna er með Lísu vinkonu í mat hjá pabba og mömmu. Undir borði eru þær að senda skilaboð í gemsa. Pabbi segir, að við borðhald sé dónalegt að vera í sambandi við annað fólk. Anna segir, að þær Lísa séu að senda hvor annarri skilaboð, sem þær vilja ekki, að pabbi og mamma heyri. Gunna horfir á sjónvarp með teppi yfir sér. Undir teppinu er hún að tala við vini sína í skilaboðum í gemsa, án þess að fjölskyldan taki eftir. Engir hafa tekið farsímum eins fagnandi og unglingar. Þeir losna úr sambýli við foreldra við matarborðið og sjónvarpið. Og einbeita sér að samfélagi skilaboðavina.