Samfylkingin er róttækur hægri flokkur. Einn ráðherra fær stjörnur í augu, þegar hann sér George W. Bush. Annar styður stríðsglæpi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Sá þriðji vill frekar bora fjöll en laga samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Samfylkingin telur brýnt að laga stöðu auðmanna á kostnað kjósenda Samfylkingarinnar. Í því skyni hefur hún lækkað skatta fyrirtækja og stendur gegn jöfnun skatta. Hún vill, að meðalmaðurinn borgi áfram þrefalt-fjórfalt hærri skatta en auðmaðurinn. Hún vill auka kostnað fólks af veikindum sínum. Hún trúir í blindni á úrelta frjálshyggju.