Olympíuleikar öfgaríkis

Punktar

Skelfilegt er, að fáfróðir öldungar í olympíunefndum heims ákveði að hafa olympíuleika í Kína. Þetta ofbeldishneigða alræðisríki veldur vandræðum víðs vegar um heim, allt frá Tíbet til Súdan, frá Taívan til Íslands. Hér var tjáningarfrelsi afnumið í nokkra daga, meðan siðlausir ráðamenn okkar slefuðu utan í fjöldamorðingja frá Kína. Eins og í Þýzkalandi árið 1936 eru olympíuleikarnir 2008 fyrst og fremst áróður fyrir mesta illveldi heims. Íþróttamenn og áhorfendur, sem fara til Kína í sumar, eru fyrst og fremst leiktjöld. Í þágu fólskuvalds, sem hefur allan heiminn í gíslingu.