Gjaldþrota fjölskyldur

Punktar

Gjaldmiðlar Evrópu og Austur-Asíu stóðust sveiflurnar í nótt. Jen og evra hækkuðu í verði. Aðeins dollarinn féll. Krónan mun fylgja dollar eins og fyrri daginn. Spákarlar segja, að stýrivextir muni lækka í Bandaríkjunum, úr 2,25% niður í 1,5% síðar á árinu. Sem fyrr eru það léleg íbúðalán, sem riða mest í kreppunni. Í Bandaríkjunum og á Íslandi var almenningur ginntur til að taka dýr lán til að kaupa íbúðir á yfirverði. Hér var fólk meira að segja hvatt til að taka lán í erlendum gjaldeyri. Margar íbúðir eru orðnar verðminni en skuldirnar og fjölskyldurnar rúlla síðan beint á hausinn.