Seintekinn gróði er að fara í stríð við Íran. Grikkir reyndu án árangurs. Herodotus skrifaði um það frægt sagnfræðirit. Síðan reyndu Rómverjar og Tyrkir og höfðu ekki erindi. Sovétríkin og Bretland gerðu tilraun til þess á síðustu öld, en urðu frá að hverfa. Bandaríkin hröktu Mosaddeg frá völdum 1953 og settu upp leppkeisara. Hann var hrakinn brott og síðan hafa engir riðið feitum hesti frá fætingi við Íran. Nú fer að líða að nýju stríði við Íran til að fylkja bandarísku þjóðinni um völd repúblikana heima fyrir. Það stríð mun ganga enn verr en misheppnuðu stríðin gegn Írak og Afganistan.