Nánast daglega birtist í dagblöðum heilsíðu skrípamynd af Jesú Kristi með þyrnikórónu. Hann er hafður fávitalegur á myndinni, en enginn gerir sér rellu út af því. Það er af því að við búum í samfélagi, sem gerir sér ekki rellu út af tjáningu fólks. Veraldlegu samfélagi, sem hafnar bannhelgi. Vesturlönd komu sér upp slíku samfélagi í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna í lok átjándu aldar. Lönd múslima hafa ekki frelsast á sama hátt undan trúarkreddum. Þegar múslimar fara til Vesturlanda verða þeir að laga sig að öðrum siðum, svo sem birtingu teikninga af spámönnum.