Fjölmiðlaþróun á Íslandi er svipuð og í Bandaríkjunum, þótt hún sé síðar á ferðinni hér. Ungt fólk er áhugalítið um fréttir, kaupir ekki dagblöð og nennir ekki að horfa á sjónvarpsfréttir. Þetta leiðir til vanþekkingar á umheiminum. Þar að auki hefur þróast hér á landi krumpuð útgáfa af fréttum. Það eru gerilsneyddar fréttir, sem forðast blóð, svita og tár. Íslendingar vilja brenglaðar fréttir, nafnlausa sætsúpu, sem sparar fólki áhyggjur af illa séðum veruleika. Bandarískir fjölmiðlar eru lausir við sætsúpuna, en eru samt á undanhaldi. Ég held, að hér séu erfið ár framundan í fjölmiðlun.