Hvítir miðar hringlaga

Punktar

Til skamms tíma var Lýðheilsustöð rekin af sérvizku í manneldismálum. Þá átti hún hvíta miða hringlaga, sem hún límdi yfir erlendar innihaldsskrár á umbúðum matvæla. Erlendu skrárnar voru ítarlegri en þær íslenzku og sögðu meðal annars frá viðbættum sykri. Lýðheilsustöð þótti óbærilegt að upplýsa fólk um slíka fásinnu. Ekki einu sinni til hjálpar þeim, sem vildu forðast viðbættan sykur. Nú er öldin önnur hjá þessari fyrrum sérvizkulegu stofnun. Starfsmaður hennar skrifaði nýlega blaðagrein, sem varaði við notkun á viðbættum sykri. Hvítu miðarnir hringlaga eru því væntanlega úr sögunni.