Tala í sínum einkamiðlum

Fjölmiðlun

Umræðan um vegvísi til Evrópu og um göslara og masara í pólitík var flutt á heimasíðum aðila. Athugasemdir nafnleysingja neðanmáls skiptu engu. Þetta er heilbrigð þróun í skoðanaskiptum á vefnum. Nafngreindir menn, sem allir kannast við, skiptast á skoðunum. Hver þeirra talar frá sínum einkamiðli, sínu púlti. Bloggsafnarar eins og Blogg.gáttin.net og Eyjan.is raða svo ummælum upp á þráð fyrir okkur þá lötu. Við getum sett okkur inn í umræðuna alla, þegar okkur hentar. Aðrir fylgjast með henni í rauntíma. Í stað samtals höfundar við aðdáendur er komið samtal milli ábyrgra heimasíðna.