Fatah er spillt gæludýr

Punktar

Jerusalem Post segir Palestínumenn vakna á hverjum morgni við fréttir af nýjum hneykslismálum Fatah. Einn forstjóri flokksins smyglaði farsímum. Annar stakk undan 200 milljónum króna af þróunaraðstoð. Sá þriðji stal lyfjum, sem ætluð voru sjúkrahúsum. Allt eru þetta nánir ráðgjafar Mamúd Abbas, arftaka Jassir Arafat, er sjálfur var gerspilltur. Gegn skítnum reis Hamas-hreyfingin, sem jafnframt var pólitískt róttækari. Hamas vann síðustu þingkosningar. Nýlenduveldin neyddu Hamas til stjórnarsamstarfs með Fatah. Samstarfið dó, nú ræður Fatah vesturbakkanum. Er mafía á vestrænni ábyrgð.