Tjáning Mathiesens

Fjölmiðlun

Árni Mathiesen kallar gagnrýni á sig aðför að tjáningarfrelsi sínu. Annan eins nautaskít hef ég ekki séð á prenti árum saman. Hvað kemur það við tjáningarfrelsi, að menn séu andvígir eða geri grín að skoðunum í grein Árna gegn umba Alþingis? Nákvæmlega ekki neitt. Árni nennir eða getur ekki tjáð sig rökvíst. Hann fattar ekki, að almenningur eigi skilið, að hann vandi sig. Honum dettur ekki í hug að vanda sig, þegar hann þarf að koma einhverju frá sér. Hann bullar bara það fyrsta sem honum dettur í hug. Hann er líka bara götustrákur úr Hafnarfirði, fæddur með silfurskeið í munni.