Róni veittist að Sturlu

Punktar

Stjórnmálamenn eiga eins og aðrir að geta gengið í friði um götur. Því miður hefur einn af rónum borgarinnar í tvígang veitzt að pólitíkusum. Nú síðast að Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis. Væntanlega sjá menn núna loksins, að ekki gengur lengur, að rónar séu andlit borgarinnar. Þeir hafa hingað til verið eins konar gæludýr, sem hafa þegið guðsþakkarverk góðborgara. Um leið er þetta angi agaleysis, sem líka felst í barsmíðum á almannafæri. Nú er kominn tími til, að pólitíkin taki harðar á þessu. Hún setji lög, sem feli í sér þyngdar refsingar fyrir að abbast upp á fólk á almannafæri.