Múslimar víða um heim eru önnum kafnir við að staðfesta kenningu hollenzka stjórnmálamannsins Geert Wilders. Hann heldur því fram í stuttmynd, að kóraninn sé ofbeldishneigður með köflum. Og að múslimar séu óeðlilega ofbeldishneigðir. Við höfum auðvitað oft séð dæmi um, að sumir þeirra eru ekki í lagi og að það er trúarofsa um að kenna. Hverju samfélagi fyrir sig ber skylda til að sjá um, að fólki stafi ekki hætta af trúuðu fólki. Hvorki múslimum, kristnum né öðrum. Því miður hafa múslimar á Vesturlöndum lítið gert af því að fordæma trúarofstækið, sem við sjáum ítrekað í sjónvarpinu.