Bændur í gíslingu lögmanna

Punktar

Þjóðlendunefnd ráðuneytisins hjá Árna Mathiesen heldur uppteknum hætti frá tíma Geirs H. Haarde. Gerir kröfur til landa bænda, jafnvel upp í hjónarúm. Tekur ekki mark á ótal úrskurðum Óbyggðanefndar, sem jafnan hafnar kröfum Þjóðlendunefndar. Í stað þess að líta á úrskurðina sem prófmál, lítur Þjóðlendunefnd á málið sem gullið atvinnutækifæri fyrir lögmenn. Þeir hafa tugum saman og árum saman verið á rosatekjum við að þjarka fram og aftur um það, sem öllum var áður ljóst: Að bændur eiga jarðir sínar. Árni hefur ekki frekar en Geir bein í nefinu til að stöðva þetta grófa lögmannasvindl.