Ríkislögreglustjóri auglýsir núna lausar stöður 32 lögreglumanna. Hann þarf ekki að auglýsa. Nóg er að taka 32 úr öryggishernum og setja í lögguna. Við þurfum ekki her Björns Bjarnasonar ráðherra og Haraldar Johannessens hins borðalagða. Miklu nær er að setja þá í almenna löggæzlu. Þá rætist kannski draumur lögreglustjórans í Reykjavík um sýnilega löggu. En hann dreymir svo margt, til dæmis um “zero tolerance”. Hlandgjald hans í miðbænum hefur samt ekki leitt til fækkunar stærri glæpa. Svo eitthvað er bogið við kenninguna. Kannski er okkur óhætt að fækka í öryggishernum og löggunni samtímis.