Afhausa, grýta, hengja

Fjölmiðlun

Menn kalla Geert Wilders ófögrum nöfnum. En hann er þó ekki Chamberlain Vesturlanda. Með stuttmyndinni Fitna ræðst hollenzki pólitíkusinn á undanlátsstefnu á Vesturlöndum. Hann er andvígur tilskipunum um morð á rithöfundum (Salman Rushdie). Andvígur morðum á kvikmyndaframleiðendum (Theo van Gogh). Andvígur afhausunum blaðamanna (Daniel Pearl), grýtingu kvenna og hengingu homma. Talsmenn múslima á Vesturlöndum komast upp með að fordæma ekki villimennsku meðal múslíma. Í slíkum svikráðum eru þeir studdir af þeim, sem kalla Wilders hægri sinnaðan lýðskrumara og rasista.