Fjölmiðlar bregðast, er þeir skýra frá pólitík, þar sem fólk notar tungumál til að leynast. Samanber Samfylkinguna, sem samþykkti texta um stóriðju og stórvirkjanir á flokksstjórnarfundi sínum. Ályktunin var torskilin. Með nokkurri fyrirhöfn fann ég, að hún þýddi: Samfylkingin vill stóriðju, en vill tefja framgang hennar um átta mánuði. Þægilegra hefði verið að lesa skýringuna í fjölmiðli. Svo að ég þyrfti ekki að eyða sjálfur tíma í túlka hana. En slíkt er sumt efni fjölmiðlanna. Það er þvættingur beint af rokki spunakarla. Fjölmiðlarnir gerast meðsekir þeim, sem vilja blekkja fólk.