Fjölfarin brú er milli blaðamennsku annars vegar og stjórnmála og spuna hins vegar. Margir prófa blaðamennsku snemma á lífsleiðinni, en hverfa síðan til stjórnmálaflokka eða almannatengsla. Blaðamenn lyfta góðum siðum á gamla og nýja vinnustaðnum með því að fara yfir brúna. Þeir geta sér gott orð í pólitík og spuna. Og þeirra er ekki saknað í blaðamennsku. En þessi brú hefur einstefnu, bara úr blaðamennsku, ekki til baka aftur. Þeir, sem fara í pólitík og spuna, verða aldrei samir menn aftur. Þeir líta afstætt á sannleikann. Eru orðnir braskarar og verða aldrei aftur nothæfir fagmenn.