Merkileg þýðingarvél

Punktar

Tungutorg.is er spennandi tilraun með tungumálið. Þar getum við snarað texta úr íslenzku yfir á ensku eða dönsku. Stefán Briem á heiðurinn af þessu og býður ókeypis aðgang. Árangurinn er að vísu ekki góður, en hlýtur að batna með meiri vinnu. Sumir gera grín að þessu. Þeir setja texta í þýðingarvélina og hlæja sig svo máttlausa af niðurstöðunni. Ég er viss um, að þeir sömu hlæja líka að færeysku. Nær er að fagna framtaki Stefáns og styrkja hann til að halda þessu áfram. Þegar verkefnið er komið mun lengra, opnast tækifæri fyrir höfunda til að kynna málefni sín á fjölþjóðatungum.