Íslenzkur bloggari tók í fyrri viku heila grein upp úr erlendum fjölmiðli. Sagði ekki, hvaðan. Hvort tveggja hét ritstuldur í gamla daga. Bloggið hefur gert hann algengan. Margt ungt fólk þekkir ekki mun á réttu og röngu í því efni. Það er í skólum alið upp við að gera skýrslur, sem margar eru unnar svona. Í Goodbye Gutenberg segir Brent Walth ritstjóri og prófessor frá erfiðum samskiptum við nemendur. Þeir stálu villt og galið af vefnum til að smíða ritgerðir. Skildu ekki, að þeir hefðu gert neitt rangt. Urðu síðan móðgaðir, er þeim var vikið úr námi. Hannes Hólmsteinn er ekki einn.