Togast á um líkið

Fjölmiðlun

Kennsla í blaðamennsku í Háskóla Íslands hefur verið skandall í fimm ár. Stöðugt er skipt um kennara. Jafnan er fiskað eftir dúllu, sem ekki skyggir á Þorbjörn Broddason prófessor. Námið er haft í flimtingum á fjölmiðlum. Í fimm ár hafa smákóngar í Háskóla Íslands eyðilagt nám, sem ætti að varða fjölmiðla miklu. Vegna bölsins reynir stjórnvísindadeild skólans nú að ná greininni af félagsvísindadeild. Aðrir háskólar fá ekki að reyna, Háskóli Íslands fær ríkispeningana. Þetta er háskólinn, sem þykist ætla að troða sér í hóp þúsund eða tíuþúsund beztu háskóla heims, ég man ekki hvort.