Útvarpsmaður á Bylgjunni flytur inn rafbyssur handa löggunni til að skoða. Kristófer Helgason hefur meira að segja farið á námskeið í meðferð vopnsins og hefur orðið fyrir skoti. Hann lifði það af og er því til vitnis um ágæti vopnsins. Það hefur orðið milli 200 og 300 manns að bana erlendis. Í metnaðarlausu kranaviðtali Fréttablaðsins í dag rekur hann áróður fyrir meinleysi vopnsins. Hann er í senn vopnasali og blaðamaður, sem þarf að njóta trausts hlustenda. Ég fæ það ekki til að ganga upp. Einn og sami karlinn þykist vera blaðamaður, en er um leið spunakarl og vopnasali.