Hvar er þín fornaldar frægð?

Hestar

Ég gef mér, að hermenn Gengis Kan hafi farið 120 kílómetra á sólarhring með sex til reiðar frá Mongólíu til Evrópu. 20 kílómetra á hverjum hesti. Þeir bundu sig niður og sváfu á baki. Meðan hestunum var beitt, þurftu þeir að veiða sér til matar. Þetta voru smáhestar, náskyldir íslenzka hestinum. Hér riðu menn í gamla daga 100 kílómetra á dag, þegar þeim lá á að drepa fólk í öðrum sýslum. Nú er íslenzki hesturinn hins vegar notaður til að hoppa á hringvöllum og skekja sundur innyfli knapa. Cavallo, tímarit hestamanna númer eitt, skopaðist í fyrra að nútíma reiðmennsku á íslenzkum hestum.