Jakinn lokaði vegunum

Punktar

Þegar ég var ungur, lokaði Guðmundur jaki vegum við Reykjavík vikum saman í verkfalli. Þá var löggan ekki enn farin að ljúga, að hún eigi að stjórna framkvæmd vinnudeilna og annars andófs. Þá var lýðræði virt hér á landi, þótt almenningur fengi hvorki mjólkurvörur né benzín. Nú er búið að læsa þjóðfélagið inn í nútímaútgáfu af fasisma. Löggusveitir efna til óeirða eins og SA í Þýzkalandi við upphaf nazismans. Ráðherra og yfirmenn löggæzlu draga úr almannaþjónustu, en fjölga í sveitum, sem lumbra á fólki. En andóf er enn löglegt og lýðræðislegt, eins og það var á blómaskeiði Jakans.