Of vægar Evrópureglur

Punktar

Vöruflutningabílstjórar segja evrópskar reglur um hvíldartíma ekki henta íslenzkum aðstæðum. Vilja fá að keyra linnulaust í ellefu tíma. Ég vildi ekki mæta vörubílstjóra á ellefta tímanum. Evrópsku reglurnar eru ekki of strangar hér á landi, heldur of vægar. Vegirnir eru svo mjóir, að þreyta getur haft alvarlegri áhrif en á hraðbrautum Evrópu. Ég skil ekki, hvernig vörubílar geta mætt hver öðrum. Fráleitt er, að samgönguráðherra taki að sér að vera sendisveinn þeirra, sem vilja rýra öryggi á þjóðvegum landsins. Ríkisstjórnin á hiklaust að hafna þessari undanþágukröfu vörubílstjóra.